Yfir 200 manns mæla með þessum laxaborgara

Girnilegt! Það mætti vel setja kóríander í stað steinselju fyrir …
Girnilegt! Það mætti vel setja kóríander í stað steinselju fyrir þá sem elska það krydd. mbl.is/allrecipes

Þessi laxaborgarauppskrift er af síðunni Allrecipes.com sem er ákaflega vel lukkuð meðal annars fyrir þær sakir að notendur síðunnar eru duglegir að gefa uppskriftum einkunnir og birta myndir af sínum eigin afrakstri við eldamennskuna. Vel yfir tvö hundruð manns mæla með þessari uppskrift og dásama hana í bak og fyrir.

Það er því fljótséð á uppskriftum hvort þær eru auðveldar í gerð eða hvort myndirnar sem heimiliskokkarnir birta eru hörmung! Þessi uppskrift er afar vinsæl en bæði er hægt að bera klattana fram eina og sér með sítrónusneið, hrísgrjónum, salati og jógúrtsósu eða smella þeim í hamborgarabrauð.

Innihaldsefni:
420 g lax, eldaður, roð- og beinlaus
¾ bolli panko rasp (mætti líka nota súrdeigsrasp)
1 msk. ítölsk kryddblanda
½ bolli fersk steinselja, söxuð
2 egg, hrærð með gafli
2 vorlaukar, saxaðir
2 tsk. fiskikrydd
1 og ½ tsk. svartur pipar, malaður
1 og 1/2 tsk. hvítlauksduft
3 msk. Worcestershire-sósa
3 msk. parmesan-ostur, rifinn
2 msk. Dijon-sinnep
2 msk. kremuð salatdressing  
1 tsk. ólífuolía (gæti þurft meira)

Blandið öllu saman nema olíunni. Hærið vel saman og myndið 8 borgara með höndunum.

Steikið klattana upp úr olíu á stórri pönnu á meðalháum hita þar til þeir eru byrjaðir að fá gylltan lit. Yfirleitt um 5-7 mínútur á hvorri hlið. Það er smekksatriði hvort fólk vill steikja klattana nokkrum sinnum á hvorri hlið.

Stökkir laxaklattar með sósu hitta beint í mark.
Stökkir laxaklattar með sósu hitta beint í mark. mbl.is/Allrecipes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert