Þennan mat er gott að eiga í stormi

Pasta er tilvalið þurrmeti til að eiga í skápnum.
Pasta er tilvalið þurrmeti til að eiga í skápnum. mbl.is/Áslaug Snorra

Stormar hafa leikið landsmenn grátt síðustu mánuði og virðist enn vera nokkuð í að veðrið taki upp eðlilegri leik. Það er fátt leiðinlegra en að þurfa að snúast í bandbrjáluðu veðri svo ekki sé talað um óæskilegt.

Hér eru því komin nokkur ráð um mat sem gott er að eiga og grípa í þegar veðrið er óhagstætt til búðarferða. Að því sögðu er líka tilvalið að nýta sér þjónustu á borð við Aha.is sem senda mat heim.

Nr 1. Egg – þau geymast vel og þau má útfæra á hina ýmsu máta 

Nr. 2. Pasta 

Nr 3. Pastasósu í krukku 

Nr 4. Hnetumjólk. Hún geymist vel og þarf ekki að vera í ísskáp

Nr. 5. Auka pakka af kaffi! 

Nr 6. Ekki er verra að eiga smá hveiti, sykur, smjör, kakó, flórsykur, matarsóda og lyftiduft til þess að geta skellt í eina súkkulaðiköku í mestu látunum, drukkið ískalda mjólk og spilað við heimilisfólkið! Það má líka vel baka og frysta og eiga til næsta storms.

Nr 7. Morgunkorn eða haframjöl í hafragraut. 

í frystinum er svo gott að eiga: fisk, grænmeti (með fisknum eða eggjakökunni) og hakk sem nota má með pastasósunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert