Lífið er íslenskur saltfiskur

Á Tapas Barnum Francisco Diago Curto og Jordi Asensio með ...
Á Tapas Barnum Francisco Diago Curto og Jordi Asensio með saltfiskrétti sína, Guillem Rofes með rétt hússins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið.

Meistararéttir þeirra eru á sérstökum matseðli á saltfiskhátíð á Tapas Barnum við Vesturgötu í Reykjavík, sem stendur yfir út mánuðinn. Þremenningarnir kynntu matreiðslumönnum á Tapas Barnum uppskriftir sínar í fyrradag og í kjölfarið hófst hátíðin, þar sem einnig er boðið upp á saltfiskrétti hússins.

„Við buðum þeim til landsins til þess að kynna Íslendingum uppskriftir sínar,“ segir Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, en meistarakokkarnir hafa verið iðnir við að vekja athygli á íslenskum þorski og saltfiski á veitingastöðum sínum í Barcelona og halda því áfram.

Sjá viðtal við Kristinn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.