Heitasta heitt í eldhúsið

Hér gefur að líta glæsileg svört heimilistæki frá Whirlpool en ...
Hér gefur að líta glæsileg svört heimilistæki frá Whirlpool en þau eru eða kámvörn enda eru fingraför leiðinleg og hvimleið á möttu yfirborði. mbl.is

Hvað er það heitasta þessi misserin? Konan nokkur gekk svo langt á dögunum að íhuga í fúlustu alvöru að panta ísskáp frá Ástralíu. Hann var svartur - og mattur. Hinn kosturinn var að kaupa sér ísskáp hér á landi sem kostaði skyldinginn og láta pólýhúða hann svartan og mattan. Þetta er gott dæmi um það allra heitasta í eldhústækjaheiminum í dag.

Iðnaðaruppþvottavélar eru bara nokkuð fagrar á að líta og þvo ...
Iðnaðaruppþvottavélar eru bara nokkuð fagrar á að líta og þvo á tveimur mínútum. mbl.is

Iðnaðaruppþvottavélar

Hér er ekkert verið að grínast. Berglind Sigmars segir í viðtali við Eldhúsblaði Matarvefsins að uppþvottavélin sé uppáhaldsheimilistækið sitt. Það er ekki algengt að sjá slíkar vélar inni á heimilum en þeir sem hafa prófað það segjast ekki skilja hvað þeir voru að hugsa áður. Iðnaðaruppþvottavélarnar þvo á tveimur mínútum og fela í sér gríðarlegan tímasparnað. Kveikja þarf á þeim með góðum fyrirvara eða 20-30 mínútum fyrir notkun svo þær geti tekið inn á sig vatn og hitað það upp í kjörhitastig. Eftirleikurinn er auðveldur og með þessum hætti er hægt að ganga frá eftir máltíðina strax og henni er lokið. Það áhugaverða er að iðnaðaruppþvottavélar eru ekki svo mikið dýrari en hefðbundnar.

Tvöfaldir ofnar þykja sjóðheitir.
Tvöfaldir ofnar þykja sjóðheitir. mbl.is/

Tvöfaldir ofnar

Það virðast allir vera að missa sig yfir tvöföldum ofnum þessi dægrin. Helst í stórri og voldugri eldavél sem fær meðalmanninn til að falla í öngvit yfir. Þá stendur gasið alltaf fyrir sínu þótt spanhellur njóti ávallt mikilla vinsælda. En tvöfaldur ofn í voldugri eldavél er klárlega afar góð fjárfesting bjóði eldhúsið á annað borð upp á slíka dásemd.

Allt sem er svart er fagurt... allavega þessi misserin.
Allt sem er svart er fagurt... allavega þessi misserin. mbl.is

Svört heimilistæki

Það heitasta þessi misserin eru svört heimilistæki. Þau eru smám saman að rata hingað til lands og vænta má þess að úrvalið muni aukast töluvert en margir eru vissulega ragir enda þykir þetta stór ákvörðun. Hins vegar eru svörtu heimilistækin að koma gríðarlega sterk inn þannig að um ágætis fjárfestingu er að ræða – sérstaklega sé horft til þess að líftími heimilistækja er umtalsvert styttri en hér á árum áður.

Góðir blandarar þykja nauðsynlegir og sjóðheitir... ekki síst ef þeir ...
Góðir blandarar þykja nauðsynlegir og sjóðheitir... ekki síst ef þeir geta hitað súpur. mbl.is/

Góður blandari

Ef það var ekki alveg á hreinu þá er eitt mesta þarfaþing nútímaeldhúss góður blandari. Hér er átt við alvöru blandara sem brotnar ekki við fyrstu notkun heldur hálfgert iðnaðartæki sem minnir helst á grjótmulningsvél. Ekki er verra ef hann getur búið til ís, hitað súpu og lúkkar vel í leiðinni.

mbl.is