Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

Keppendur í kokki ársins 2018.
Keppendur í kokki ársins 2018. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Fimm manna úrslitakeppni í keppninni í Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag.  Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18.

Keppendur verða:

  • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
  • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience-Deplar Farm
  • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
  • Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu

Þau munu elda þriggja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu. Keppendur fengu að vita deginum áður hvaða hráefni eru í boði og hafa svo fimm klukkustundir til að undirbúa matinn, að því er segir í fréttatilkynningu.

Verkefnið er að gera forrétt úr rauðsprettu, úthafsrækjum og sellerí. Aðalrétt úr nautalundum, nautakinnum og kálfabrisi og eftirrétturinn skal innihalda mysuost, súrmjólk, sítrónu timían og salthnetur.

Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Eftir kl 18.00 er einungis opið fyrir þá sem hafa tryggt sér miða á kvöldverð samhliða keppninni þar sem Andri Freyr og kokkalandsliðið munu sjá um stemninguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýnir kokk ársins 2018 í lok kvölds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert