Skipulagsráð sem breyta eldhúsinu

Skipulagir skápar eru ákaflega mikið augnayndi.
Skipulagir skápar eru ákaflega mikið augnayndi. mbl.is/Pinterest

Flestir vildu óska þess að þeir hefðu meira pláss í eldhúsinu – og jafnvel lífinu yfir höfuð. En með mínímalískan lífsstíl í huga má oftar en ekki komast að því að mikið af þeim hlutum sem ekki komast fyrir er kannski óþarfir. Í eldhúsinu er það þó oft þannig að hin ýmsu tæki og tól eru nánast bráðnauðsynleg til að auka gæði eldamennskunnar og auðvelda lífið. En hvar í ósköpunum á að koma þessu fyrir svo aðgengið sé gott?

Kryddstaukar eru einstaklega mikilvægir góðum kokkum en hvimleiðir til skipulags. Einfaldir rekkar og hillur geta þar miklu breytt. Myndahillurammi eins og fæst t.d. í Ikea hefur gefið góða raun hafi fólk veggpláss. Plastrennur með gúmmístoppurum fyrir krydd fást t.d. í Ikea. Plastrennurnar raðast ofan í skúffur en hefðbundin krydd smellpassa í rennurnar og jafnvel má stafla líka á milli rennanna til að koma fleiri staukum fyrir. Grunnar hillur inn á hurðir hafa líka gefið góða raun ef pláss er fyrir þær.
Sniðug lausn enýtir innihaldi skápsins innar.
Sniðug lausn enýtir innihaldi skápsins innar. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest

Mæliskeiðar og minni eldhúsáhöld taka oft upp mikið skúffupláss. Bæði er hægt að setja þunnan lista og skrúfa í hann króka eða nota lyklasnaga. Við mælum með að keyptir séu snagar sem skilja ekki eftir sig límbletti og þola allavega 500 g.

mbl.is/Pinterest
Hér er búiðað setja krítartöflu inn á hruðina en einnig …
Hér er búiðað setja krítartöflu inn á hruðina en einnig má mála skáphurðina að innan með krítarmálingu. mbl.is/Pinterest

Krukkur eru frábær uppfinning sem allir skipulagsunnendur elska. Muffinsform eru eitt af því hvimleiða sem virðist alltaf fara út um allt. Líkt og stútar á sprautupoka, og ávaxta- og piparkökumót og margt annað smálegt. Þetta er ansi gott að geyma í krukkum.

Krukkur einfalda lífið.
Krukkur einfalda lífið. mbl.is/Pinterest



mbl.is/Pinterest

Vasar undir sleifar Sleifar, sleikjur, tangir og margt fleira er fljótt að taka upp mikið pláss í skúffum auk þess sem erfitt er að finna hluti þegar þeir liggja ofan á hver öðrum. Því er tilvalið að nýta fallega vasa sem annars húka inni í skáp og bíða eftir næsta blómvendi.

Fallegir vasar eiga skilið að vera í og gera sleifar …
Fallegir vasar eiga skilið að vera í og gera sleifar smart. mbl.is/Pinterest

Tímarita-, plötu og geisladiskarekkar eru snilld undir bökunarplötur eða pottlok.

Rekka undir bökunarplötur er ódýr og góð lausn.
Rekka undir bökunarplötur er ódýr og góð lausn. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest


Leyniskápur
Ef borðplássið er nægilegt er sniðugt að gera leyniskáp sem nær yfir borðplötuna og er með tengli í veggnum. Þannig má geyma hrærivél, kaffivél og blandara sem dæmi á sniðugan máta. Varast skal þó að ef tækið gefur frá sér hita og raka líkt og ristavél eða uppáhellingarkaffivél skal draga hana út úr skápnum á meðan hún er notuð.

mbl.is/Pinterest

Plastgeymslupoki aftan á hurð er algjör snilld sérstaklega innan á búrhurð eða hurðina í þvottahúsinu. Slíka poka má panta víða t.d. á amazon.com en þó skal gæta þess að mæla fyrir honum á hurðinni og vera viss um að krókarnir nái yfir hurðina en þeir eru sjaldnast mjög gleiðir og gera því ráð fyrir nokkuð þunnum hurðum. Það má þó vel aðlaga það heima fyrir. 

Snilld af Amazon.
Snilld af Amazon. mbl.is/Pinterest
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert