Lágkolvetna kvöldverður að hætti Gunnars Más

Hér gefur að líta aldeilis dásamlega uppskrift að harðkjarna heimilismat sem fitar þó engan. Hefðbundinn snitselinn öðlast nýjar víddir með avókadó og strengjabaunum og í raun má segja að hér mætist tvær kynslóðir á mjög svo neytendavænan hátt.

Uppskriftin er úr heilsupakka Einn, Tveir og elda.

Grísasnitsel með kryddsmjöri, strengjabaunum og avókadó

 • 400 g  grísasnitsel
 • 2 msk kryddblanda
 • 2 msk smjör
 • 2 hvítlauksrif
 • 150 g strengjabaunir
 • 2 avókadó
 • 1/2 rauðlaukur

 
Það sem þú þarft að eiga er:
flögusalt, pipar og olía

Eldunartími ca 20 mínútur
Það sem þú þarft að hafa við hendina er hnífur, pottur, eldfast mót og steikarpanna
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda

Stilltu ofninn á 180° og blástur
Settu meðalstóran pott yfir með vatni

Aðferð

 1. Byrjaðu á að steikja snitsel sneiðina á vel heitri pönnu og kryddaðu með kryddblöndunni. Þegar kjötið hefur fengið lit settu það þá í eldfast mót og inn í heitan ofn í 5-10 mínútur, fer eftir þykkt sneiðarinnar.
 2. Skerðu rauðlaukinn smátt og maukaðu avókadó með gaffli. Blandaðu þessu saman og bættu við klípu af salti. 
 3. Hafðu smjörið við stofuhita. Skerðu hvítlaukinn mjög smátt eða kremdu hann í pressu og blandaðu honum saman við smjörið. Settu það aftur inn í ísskáp þar til kjötið er tilbúið.
 4. Settu strengjabaunirnar í sjóðandi vatn í 5 mínútur. Taktu þær síðan upp úr og settu í sigti svo vatnið renni af þeim.  Settu þær síðan á disk, slettu af ólífuolía yfir og klípu af salti.   
 5. Berðu kjötið fram með smjörinu. Settu avókadó maukið við hliðina og baunirnar yfir.  
mbl.is