Þorskhnakki sem fær hjartað til að slá örar (af gleði)

Rétturinn er girnilegur að sjá.
Rétturinn er girnilegur að sjá. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Fátt er betra en góður fiskur og þessi mun bræða í ykkur bragðlaukana enda kemur hann úr smiðju GOTT meistarans Sigurðar Gíslasonar, matreiðslumanns með meiru en hann er ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Sigmarsdóttur búinn að opna GOTT í Reykjavík. Rétturinn er sérlega bragðdóður og dásamlegur og passar í hvaða matarboð sem er og svo auðvitað hversdags.

mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Þorskhnakki með villisveppaskel og kartöflumauki

  • 800 gr þorskhnakki
  • 150 gr hreint smjör, við stofuhita
  • 40 gr þurrkaðir villisveppir
  • (gjarnan blandaðar tegundir)
  • 1 sítróna, safinn
  • 4-5 dl brauðrasp
  • 4 bökunarkartöflur
  • 100 gr hreint smjör
  • 100 ml rjómi
  • 1 matsk sjávarsalt

Kartöflumauk

1. Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita

2. Sjóðið í um 25 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar og hellið vatni af.

3. Maukið kartöflurnar með því að stappa þær vel. Blandið smjörinu (100 gr) saman við og síðan rjómanum og saltinu.

Villisveppaskel

1. Þeytið smjörið (150 gr) upp í hrærivél í 10 mínútur eða þar til það er orðið loftkennt.

2. Setjið þurrkuðu villisveppina í matvinnsluvél og búið til duft úr þeim

3. Bætið brauðraspinu útí, sítrónusafanum og setjið maukið ofan á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út í þunnt lag. Kælið.

4. Þegar smjörplatan er orðin hörð, takið þá út og skerið í hæfilega stærð sem passar ofaná fiskstykkin, tilbúna plötu ofan á hvert fiskstykki,

Þorskhnakkinn eldaður - aðferð

1. Hitið ofninn í 170 gráður.

2. Raðið fiskstykkjum á ofndisk eða i eldfast mót sem búið er að smyrja með smá ólífuolía. Setjið smá ólífuolíu yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar.

3. Setjið sveppaskelina ofaná fiskstykkin.

4. Bakið fiskinn í ofninum í 12-15 mín, fer eftir þykkt á fiskstykkjum.

5. Berið fram með kartöflumaukinu og grilluðu grænmeti eftir smekk.

Villisveppaskeljarnar skornar.
Villisveppaskeljarnar skornar. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Villisveppaskeljunum raðað ofan á þorskinn.
Villisveppaskeljunum raðað ofan á þorskinn. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Siggi mundar hnífinn í eldhúsinu.
Siggi mundar hnífinn í eldhúsinu. mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
mbl.is/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert