Selfyssingar velja annan ís en Reykvíkingar

Telma og Eygló eru konurnar á bak við Huppu.
Telma og Eygló eru konurnar á bak við Huppu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísbúðin Huppa heldur áfram landvinningum sínum í höfuðborginni en þessi selfysska ísbúð opnaði á dögunum sína fjórðu búð.

Það eru tvenn vinahjón, þau Gunn­ar Már Þrá­ins­son, Telma Finns­dótt­ir, Eygló Rún Karls­dótt­ir og Sverr­ir Rún­ars­son sem eiga Huppu en Telma og Eygló sjá um daglegan rekstur.

Hvernig hafa viðtökurnar verið í Reykjavík?

Að sögn þeirra Telmu og Eyglóar hafa viðtökurnar í Reykjavík verið virkilega góðar. „Reykvíkingar hafa tekið vel á móti okkur frá fyrsta degi og erum við virkilega þakklátar fyrir það. Þegar við höfum tilkynnt að við ætlum að opna nýja búið finnum við alltaf mikla eftirvæntingu hjá viðskiptavinum okkar.“

Borða Reykvíkingar öðruvísi ís en Selfyssingar?

„Við erum með tvenns konar ís í vél; annars vegar Sveitaís, sem er þéttur og bragðmikill rjómaís og hins vegar Huppuís sem er ferskur og kaldur mjólkurís, svokallaður gamaldagsís. Á Selfossi er Sveitaísinn vinsælli og í Reykjavík er Huppuísinn vinsælli.“

<span>Þær segjast jafnframt vera með tólf tegundir af kúluís og þar virðist Selfyssingar og Reykvíkingar sammála um að súkkulaðiísinn og og sítrónu-sorbetinn séu bestir. Vinsælastur sé þó bragðarefurinn. <br/></span> <span><br/> </span> <span>Spurðar að því hvort fleiri Huppu-búðir séu væntanlegar segjast þær stefna að því að opna í Garðabæ í vor og geta Garðbæingar formlega tekið gleði sína en áhugavert er að sjá hvaða ís verður í uppáhaldi hjá þeim. <br/> </span> <span><br/> </span>
Það eru fáir sem slá hendinni á móti góðum bragðaref.
Það eru fáir sem slá hendinni á móti góðum bragðaref. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svona lítur nýjasta viðbótin í matarflóru Kringlunnar út.
Svona lítur nýjasta viðbótin í matarflóru Kringlunnar út. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ekkert að þessu.
Ekkert að þessu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Það kannast æði margir við Huppu.
Það kannast æði margir við Huppu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert