Frægasta smákökuppskrift í heimi

Svona líta hinar klassísku skátastelpukökur út.
Svona líta hinar klassísku skátastelpukökur út.

Hver kannast ekki við hinar amerísku skátastelpu smákökur? Smákökurnar eru helsta fjáröflunartæki stúlknanna og þykja kökurnar afskaplega góðar. Þróunin hefur verið mikil undanfarna áratugi og nýjar bragðtegundir koma reglulega fram sem spegla smákökutískuna í heiminum. Upprunalegu kökurnar voru mjög svo einfaldar á nútíma mælikvarða en þóttu engu að síður afskaplega góðar.

Hér deilum við uppskriftinni sem er ákaflega einföld svo að ekki sé fastar að orði kveðið... en ábyggilega góð.

Upprunalega skátaköku-uppskriftin
  • 1 bolli smjör
  • 1 bolli sykur
  • 2 msk mjólk
  • 2 egg, léttþeytt
  • 1 tsk vanilla
  • 2 bollar hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Aðferð:

Hrærið saman sjöri og sykri, bætið þeyttu eggjunum saman við, því næst mjólk, bragðefnum, hveiti og lyfitdufti. Fletjið út og stráið sykri yfir.

Flóknari eru leiðbeininganar ekki og ekkert er sagt um hvað baka á kökurnar lengi, hvernig á að skera þær út eða þar fram eftir götunum. En það er varla svo mikið mál að finna út úr því. Við mælum þó með því að deigið sé klælt í klukkustund eða svo frá því að það er flatt út og þar til það er skorið út. Bakið við 180 gárður í 8-10 mínútur eða þar til kökurnar fara að brúnast.

mbl.is