Er hægeldaður lakkrís páskaæðið í ár?

Fallegt egg sem án efa vekur lukku hjá lekkerum lakkrísunnendum. …
Fallegt egg sem án efa vekur lukku hjá lekkerum lakkrísunnendum. Umbúðirnar má geyma milli ára og fylla með páskalakkrís næsta árs eða heimatilbúnu góðgæti. Eggið kostar 2450 krónur og fæst í Epal. mbl.is/lakrids.nu

Mikill spenningur myndast ár hvert í kringum páskaeggjaæði landsmanna. Skyldu koma einhver ný egg í ár? Er lakkrísæðið búið? Hvenær koma marglit páskaegg?

Svör við þessum spurningum fást ekki í dag en páskalakkrísinn frá lakkrísgoðinu Johan Bulow er kominn. Í ár er hann lífrænn og dásamlega pastel-gulur með mangóbragði, vanillukeim og hægeldaðri lakkrísmiðju. Við leggjum ekki meira á ykkur! HÆGELDAÐUR LAKKRÍS! Skyldi það verða páskaæðið í ár?

Lakkrísinn er með nýju sniði hvert ár en páskaeggið frá dönsku lakkrísbrösurunum er þó fyllt með sams konar lakkrís og í fyrra. Mjúkum lakkrís, Dulce de Leche-súkkulaði og sjávarsalti. Við teljum að lakkríseggið hljóti að vera með þeim smartari í ár og mun lekkerara en að sitja með margra kíló hnullung og naga fram eftir ári – sem við þó gerum öll og vildum ekki missa af.

Ef þið lumið á ábendingum um óhefðbundin páskaegg megið þið gjarnan senda okkur línu á matur@mbl.is. 

Í sérlegri páskagjafaöskju er að finna bæði páskaeggjalakkrísinn, gula páskalakkrísinn …
Í sérlegri páskagjafaöskju er að finna bæði páskaeggjalakkrísinn, gula páskalakkrísinn og þann vinsælasta, D-lakkrísinn með salti og karamellu. mbl.is/lakrids
Mangólakkrísinn hentar án efa einstaklega vel með freyðivíni eða kampavíni …
Mangólakkrísinn hentar án efa einstaklega vel með freyðivíni eða kampavíni en það er staðreynd að lakkrís á ákaflega vel við freyðandi vín hvað þá ef hann er með mangókeim. mbl.is/lakrids.nu
Lífrænn og lekker.
Lífrænn og lekker. mbl.is/lakrids.nu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert