Baileys-brjálæði sem bræðir hjörtu

mbl.is/Delish.com

Er ekki kominn tími á smá huggulegheit um helgina? Mögulega fullorðinsís sem er löðrandi í dásamlegheitum í líkingu við Baileys – nú eða sambærilega líkjöra og kannski smá bjór.

Þessi uppskrift er ákaflega amerísk og í henni er notast við Guinness-bjór. Það eru kannski ekki allir að elska það þannig að við leggjum áherslu á sköpunargleði hér. Til dæmis viskí í staðinn eða kalúa...

Baileys-brjálæði sem bræðir hjörtu

  • 6 kúlur af ís
  • 300 ml Guinness
  • 120 ml Baileys
  • 60 ml heit súkkulaðisósa

Aðferð:

  1. Setjið þrjár kúlur af ís í hátt glas.
  2. Hellið helmingnum af bjórnum yfir.
  3. Hellið helmingnum af Baileys yfir.
  4. Hellið helmingnum af heitu súkkulaðisósunni yfir.
  5. Berið strax fram og njótið vel.
Huggulegt og sjúklega bragðgott.
Huggulegt og sjúklega bragðgott. mbl.is/Delish.com
mbl.is