Liturinn skiptir máli

Bleika-lakkrísfyllta eggið þykir líklegt til vinsælda.
Bleika-lakkrísfyllta eggið þykir líklegt til vinsælda. mbl.is/Góa

Páskaeggjaæði landsmanna er líklega einsdæmi. Jafnvel minnstu smáatriði skipta máli þegar eggið er valið og víða eru fjölskyldur með athafnir í kringjum eggjaátið sem lítið eða ekkert má hrófla við. Má þar nefna mikilvægi þess að eiga nóg af ískaldri mjólk eða fela verði eggin og heimilisfólk leiti þau uppi á páskadagsmorgun.

Svo er það liturinn sem virðist skipta miklu máli. Góa er með eitt nýtt egg (fyrir utan litla pipareggið) í ár en það er fyllt lakkrísegg með bleikum lit. Fyrir er til egg með fylltum lakkrís en fyllingin er gul. Kolbrún Haraldsdóttir, skrifstofustjóri Góu, segir að vegna fjölda fyrirspurna hafi verið ákveðið að framleiða egg með lakkrís fylltum með bleiku marsípani. Það sé þó engin bragðmunur á gulu og bleiku fyllingunni en það breyti ekki því að fjöldi viðskiptavini kjósi aðeins annan litinn. 

Gula lakkrísfylltaeggið fær nú samkeppni.
Gula lakkrísfylltaeggið fær nú samkeppni. mbl.is/Góa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert