Einföld súkkulaðiterta með kaffikeim

Dúnmjúk og dásamleg súkkulaðikaka.
Dúnmjúk og dásamleg súkkulaðikaka. mbl.is/lindaben.is

Matarbloggarinn og líffræðingurinn Linda Ben er engin grenjuskjóða í eldhúsinu eins og sést á þessari dúnmjúku og dásamlegu súkkulaðitertu sem hún birti á síðu sinni lindaben.is í vikunni.

Einföld súkkulaði-bananakaka með dásamlegu kremi

4 vel þroskaðir bananar
60 g smörlíki (smjör)
1 egg
2 tsk. vanilludropar
100 g sykur
190 g hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 msk. kakó
200 ml kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu (heil dós)

Krem:
200 g smjörlíki (smjör)
300 g flórsykur
2 msk. kakó
100 ml kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu (hálf dós)

Aðferð:

Byrjið á því að bræða smjörlíkið/smjörið og leyfið því að kólna örlítið niður aftur.
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

Setjið banana í hrærivélina og hrærið þá vel saman þangað til þeir eru alveg maukaðir.
Bætið út í skálina eggi og vanilludropum, blandið saman.

Bætið út í skálina sykri, hveiti, salti, matarsóda og kakó, blandið varlega saman.
Bætið svo gríska jógúrtinu og smjörlíkinu/smjörinu saman við.

Takið 20×20 cm form (eða álíka) og smyrjið það vel, hellið deiginu í formið og bakið í um það bil 40 mín eða þangað til kakan er bökuð í gegn.

Kælið kökuna og útbúið kremið á meðan.
Hrærið smjörlíkið/smjörið mjög vel þangað til það er orðið létt og loftmikið.
Bætið þá út í flórsykri og kakó, hrærið mjög vel saman þangað til blandan verður létt og loftmikil.

Bætið þá út í gríska jógúrtinu vel saman við.
Smyrjið kreminu á kalda kökuna og skreytið eftir smekk.

mbl.is