Lax með Kryddsmjöri og kremuðu spínati

Ginrilegt hollt og gott. Fyrir þá sem ekki vilja rósarkál ...
Ginrilegt hollt og gott. Fyrir þá sem ekki vilja rósarkál má vel nota spergilkál. mbl.is/Einn,tveir og eldar

Kokkarnir hjá Einn, tveir og elda mæla með þessari upspkriftin en hún tekur stutta stund og kætir svo sannarlega kroppinn enda holl og góð. 

Lax með Kryddsmjöri og kremuðu spínati og rósakáli
Fyrir 2

Hráefni:
360 g lax
3 greinar kóríander
1/2 stk Lime, safinn
300 g rósakál
100 g spínat
40 g rjómaostur
70 g smjör

Aðferð:

Hitaðu ofninn á 180°C og stilltu á blástur. Taktu 40 g smjör úr ísskápnum og leyfðu því að standa. Settu vatn í pott og hitaðu að suðu, skerðu rósakálið í fernt og settu út í pottinn. Leyfðu því að sjóða í fimm mínútur. Þegar fimm mínútur eru liðnar skaltu sigta rósakálið frá vatninu. 

Steiktu laxinn á heitri pönnu í um það bil mínútu á hvorri hlið upp úr olíu og kryddaðu með salti og smá pipar. Færðu laxinn í eldfast mót og bakaðu í ofni í um það bil 10 mínútur. 

Þegar smjörið hefur náð stofuhita eða er orðið þokkalega mjúkt skaltu fínsaxa kóríander og blanda því við smjörið ásamt kreistum lime safa. Best er að blanda þessu saman með gaffli og geyma svo kryddsmjörið í ísskápnum á meðan næstu skref eru framkvæmd. 

Steiktu rósakálið og spínatið upp úr 30 g af smjöri (ekki kryddsmjörinu) í um það bil þrjár til fjórar mínútur. Bættu þá rjómaostinum við og smakkaði þig til með salti. 

Berðu svo laxinn fram ásamt kryddsmjörinu og kremuðu rósarkál- og spínatblöndunni. Njótið vel!

mbl.is