Stórkostlegt eggjapartý sem enginn má missa af

Gjörsamlega dásamlegt... súkkulaðiegg í alfa alfa spíruhreiðri – eða hvað?
Gjörsamlega dásamlegt... súkkulaðiegg í alfa alfa spíruhreiðri – eða hvað? mbl.is/aðsend mynd

Sýningin Allir fuglar úr eggi skríða er óður til eggja verður opnuð þann 15. mars og stendur fram til 18. mars. Þetta er mögulega einn mest spennandi viðburður sem boðið verður upp á hér á landi næstu misserin – eða því sem næst.

Teflt er saman teikningum Ránar Flygenring og Benedikts Gröndal af fuglum og eggjum í innsetningu Birnu Geirfinnsdóttur. Omnom kynnir sérlöguð súkkulaðiegg í ólíkum formum, Reykjavík Letterpress verpir nokkrum nýjum eggjum, Bjarni Sigurðsson leirlistamaður frumsýnir eggjabikara með aðstoð landnámshænu og bókaútgáfan Angústúra opnar eggjabókasafn.

Á opnuninni verður boðið upp á ætilegan eggjagjörning í boði Áslaugar Snorradóttur og á meðan á sýningunni stendur verður opin flórgoðagrímusmiðja fyrir börn á öllum aldri. Hjörleifur Hjartarson, annar höfundur bókarinnar FUGLAR, heldur svo fyrirlestur um egg laugardaginn 17. mars kl. 13:00.

Egg er upphaf alls, alheimurinn, sköpunarkrafturinn og hringrás lífsins, egg er ungi, ommeletta, majónes og marengs, segir meðal annars í tilkynningu og ljóst að enginn má missa af þessum viðburði.

Facebook-síðu sýningarinnar er hægt að nálgast hér.

Eggjamynstur ýmiss konar verða á sýningunni.
Eggjamynstur ýmiss konar verða á sýningunni. mbl.is/Aðsend mynd
Íslensk egg.
Íslensk egg. mbl.is/aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert