Þetta er nýjasta æðið í eldhúshönnun

Græni liturinn á skápunum og á marmaranum. Passar vel við …
Græni liturinn á skápunum og á marmaranum. Passar vel við viðinn í eyjunni. mbl.is/Pinterest

Matarvefurinn er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum eins og lesendur vita og færa ykkur fregnir af heitustu tískustraumum í eldhúshönnun og matargerð um leið og þær berast.

Því er það okkur mikil ánægja að tilkynna lesendum að grænn marmari er óðum að ryðja sér til rúms og sést nú æ víðar í hönnunartímaritum og á sýningum.

Við erum hrifnar af græna marmaranum og þetta var kannski nokkuð fyrirsjáanlegt í ljósi þess að grænn hefur verið afar vinsæll undanfarin misseri.

En hér eru nokkur dæmi um grænan marmara í eldhúsum.

Sama eldhús frá öðru sjónarhorni.
Sama eldhús frá öðru sjónarhorni. mbl.is/Pinterest
Þetta eldhús er frá breska fyrirtækinu DeVol og er gríðarlega …
Þetta eldhús er frá breska fyrirtækinu DeVol og er gríðarlega fallegt. mbl.is/Pinterest
Græni marmarinn er mjög dökkur og allt annað en leiðinlegur.
Græni marmarinn er mjög dökkur og allt annað en leiðinlegur. mbl.is/Pinterest
Grænn marmari passar vel í flest eldhús.
Grænn marmari passar vel í flest eldhús. mbl.is/Pinterest
Hér er hann notaður á bar.
Hér er hann notaður á bar. mbl.is/Pinterest
Takið eftir hvað græni marmarinn í borðplötunni passar vel við …
Takið eftir hvað græni marmarinn í borðplötunni passar vel við gyllta háfinn sem er ótrúlega fallegur. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert