Sjúklegt Shaker-eldhús á sveitabýli

Eldhúsið hefur vakið mikla athygli fyrir flottan stíl og skemmtilega …
Eldhúsið hefur vakið mikla athygli fyrir flottan stíl og skemmtilega stemningu. mbl.is/deVOL

Þetta fallega eldhús er að finna í uppgerðu húsi við ána Thames á Englandi. Eigendurnir vildu hafa eldhúsið í dökkum litum og var sami litur notaður bæði á veggi og innréttingar.

Eins voru eldhústæki að mestu falin inni í skápum þannig að eldhúsið er afar stílhreint og skemmtilegt.

Kósíheitin eru mikil en gæðin sjást í gegn. Borðplöturnar eru úr harðviði og vaskarnir úr kopar. Eyjan er síðan upprunaleg úr húsinu en búið er að taka hana í gegn eftir kúnstarinnar reglum.

Það er breska hönnunarfyrirtækið deVOL sem á heiðurinn af hönnuninni sem vakið hefur mikla athygli enda sérlega falleg.

Gluggarnir eru franskir og fagrir.
Gluggarnir eru franskir og fagrir. mbl.is/deVol
Skáparnir eru í Shaker-stíl og málaðir í sama lit og …
Skáparnir eru í Shaker-stíl og málaðir í sama lit og veggirnir. mbl.is/deVOL
Ljósin eru gamaldags með iðnarðarútliti. Eldhúsið er sérlega hrátt en …
Ljósin eru gamaldags með iðnarðarútliti. Eldhúsið er sérlega hrátt en um leið hlýlegt. mbl.is/deVOL
Eldhús sem þetta myndi sóma sér vel í íslenskum sumarhúsum.
Eldhús sem þetta myndi sóma sér vel í íslenskum sumarhúsum. mbl.is/deVOL
mbl.is/deVol
Eldavélin er ærandi fögur.
Eldavélin er ærandi fögur. mbl.is/deVol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert