Hönnunareldhús í uppgerðri hlöðu

Ótrúlega hrátt en á sama tíma fágað.
Ótrúlega hrátt en á sama tíma fágað. mbl.is/deVol

Í þessari huggulegu hlöðu sem búið er að gera svona listavel upp. Hlaðan var tekin algjörlega í gegn en þó fengu helstu einkenni hennar að njóta sín.

Eldavélin er inni í skoti sem minnir helst á gamalt eldstæði og var það ábyggilega á árum áður. Hráir viðarbitar eru allsráðandi og innréttingin í eldhúsinu passar sérlega vel inn.

Hún er í senn fínleg en um leið gróf. Skemmtileg notkun á nokkrum útfærslum á viði er allsráðandi og hrár iðnaðarstíll er áberandi. Smáatriðin eru líka einstaklega vel heppnuð eins og gullkranarnir og ljósin. Fínleg smáatriði sem gera gríðarlega mikið fyrir rýmið.

Það eru meistararnir hjá deVOL í Englandi sem eiga heiðurinn að eldhúsinu.

Hrár viðurinn nýtur sín vel og skapar skemmtilegar andstæður.
Hrár viðurinn nýtur sín vel og skapar skemmtilegar andstæður. mbl.is/deVol
Birtan skín fallega inn á milli bitanna.
Birtan skín fallega inn á milli bitanna. mbl.is/deVol
Skúffurnar eru einfaldar og stílhreinar.
Skúffurnar eru einfaldar og stílhreinar. mbl.is/deVol
Gullkranarnir hér eru algjörlega stórkostlegir. Fallegur óður til gamaldags sveitakrana.
Gullkranarnir hér eru algjörlega stórkostlegir. Fallegur óður til gamaldags sveitakrana. mbl.is/deVol
Takið eftir rörunum í loftinu.
Takið eftir rörunum í loftinu. mbl.is/deVol
Hurðirnar og svæðið í kringum eldavélina er afskaplega sveitalegt og …
Hurðirnar og svæðið í kringum eldavélina er afskaplega sveitalegt og passar vel í rýmið... sem er jú hlaða! mbl.is/deVol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert