Ný nálgun í súkkulaðieggjagerð

Eins og sjá má er súkkulaðið ótrúlega fallegt og umbúðirnar …
Eins og sjá má er súkkulaðið ótrúlega fallegt og umbúðirnar einstakar. mbl.is/Omnom

„Þegar hún Rán Flygenring nálgaðist okkur með samstarf vegna útkomu nýju bókarinnar hennar og Hjörleifar Hjartarsonar, Fuglar, langaði okkur að prófa nýja nálgun í súkkulaðieggjagerð,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og stofnandi Omnom aðspurður um tilurð samstarfs Omon og Ránar Flygenring en það samstarf verður til sýnis á sýningu sem opnar í dag í Gröndalshúsi og stendur til 18. mars.

„Við tókum nýja súkkulaði okkar, sem inniheldur brennt bygg og hraunsalt sem grunn og máluðum egg á það með náttúrulega lituðu kakósmjöri. Við bræddum einnig sama súkkulaði og húðuðum stökkar og crunchy möndlur sem við ristuðum áður og söltuðum. Það skemmtilegasta við það var að möndlurnar eru egglaga af náttúrunnar hendi, sem ýkist verulega þegar þær eru húðaðar. Allar umbúðirnar eru síðan handmálaðar af Rán með litaðri eggjarauðu og eru engar umbúðir eins, ekki frekar en súkkulaðistykkin. Á umbúðunum leynast einnig málshættir um fugla, sumir þekktir aðrir úr hugmyndasmiðju Ránar," segir Kjartan en sýningin stendur, eins og áður segir til 18. mars og hana ætti enginn áhugamaður um áhugaverða hönnun, fugla, majónes og egg að láta framhjá sér fara.

<a href="https://www.mbl.is/matur/frettir/2018/03/13/storkostlegt_eggjaparty_sem_enginn_ma_missa_af/" target="_blank">Hlekkur</a>
Hjúpuðu möndlurnar minna um margt á egg eins og til …
Hjúpuðu möndlurnar minna um margt á egg eins og til var ætlast. mbl.is/Omnom
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert