Hinrik vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chef

Lúðvík Kristinsson, Hinrik Lárusson og Hafsteinn Ólafsson keppa allir fyrir …
Lúðvík Kristinsson, Hinrik Lárusson og Hafsteinn Ólafsson keppa allir fyrir Íslands hönd. mbl.is/aðsendar myndir

Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð var í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja.

Hafsteinn Ólafsson sem er kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppti í Nordic Chef. Í framreiðslu var það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppti fyrir Íslands hönd. Hvorugur þeirra náði á pall í sínum keppnum.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og framreiðslu, keppnisstarf ungra matreiðslumanna í kokkalandsliðinu og keppnina kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjóðlegum keppnum eins og hér um ræðir.

Skipulag keppninnar var í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fór keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert