Nýr litur frá LeCreuset væntanlegur til landsins

Þessi fallegi blái litur mun án efa fríska upp á …
Þessi fallegi blái litur mun án efa fríska upp á mörg eldhús. mbl.is/HT

Matarvefurinn er með puttann á púlsinum og fylgist náið með þegar nýir litir frá LeCreuset koma. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er næsti litur væntanlegur á næstu vikum og verður fyrst til sölu í Byggt og búið.

Liturinn heitir Deep Teal og er dimmblár með ljósum tónum en liturinn er ekki eintóna heldur dekkist þegar neðar dregur.  Vörur sem eru framleiddar í þessum lit eru hringlaga, egglaga og súpupottar, salt og piparkvarnir, kaffikrúsir, skálar, krukkur og katlar. Fyrst um sinn verða pottarnir fáanlegir í litnum fagra. 

LeCreuset í Evrópu velur oft sérstaklega liti fyrir Evrópumarkað sem eru vænlegir til vinsælda. Þess vegna getur verið munur á litaframboði í USA og Evrópu. LeCreuset í Skandinavíu sem sér um okkur Íslendinga velur svo úr framboðinu á Evrópumarkaði.

Vinsælustu litirnir hérlendis hafa lengi verið Cerise (rauði) og Volcanic (appelsínuguli). En nú eru margir afar spenntir fyrir Deep Teal og verður gaman að sjá hvernig þeim lit vegnar hér á landi.

Ætli bláa línan frá LeCreuset verði brúðagjöfin í ár?
Ætli bláa línan frá LeCreuset verði brúðagjöfin í ár? mbl.is/HT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert