Búið að velja bakarann og kökuna

Claire Ptak þykir framúrskarandi bakari.
Claire Ptak þykir framúrskarandi bakari. mbl.is/Violet Bakery/Instagram

Það fer að bresta á með konunglegu brúðkaupi og loksins barst tilkynningin frá krúnunni sem beðið hefur verið eftir: hver bakar brúðartertuna og hvernig verður hún?

Kaka er nefnilega meira en bara kaka, sérstaklega þegar meðlimir konungsfjölskyldunnar gifta sig. Því gleður það ritstjórn Matarvefsins ákaflega mikið að fyrir valinu varð sítrónu- og ylliblómaterta með smjörkremi. Skreytingarnar verða fersk blóm og lagt verður áhersla á að kakan verði létt og björt eins og vorið sjálft. 

Bakarinn er engin önnur en Claire Ptak. Hún er borin og barnfædd í Bandaríkjunum en rekur bakaríið Violet Bakery í Lundúnum við góðan orðstýr. Hún þykir afskaplega flink og er það mál manna að hún sé vel að heiðrinum komin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert