Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er að!

mbl.is/Linda Ben

Linda Ben er flinkari en flestir í að matbúa og þetta kjúklingasalat hittir algjörlega í mark. Það er í senn fljótlegt, fallegt og bráðhollt og meira biðjum við ekki um!

Matarbloggið hennar Lindu er hægt að nálgast hér: Linda Ben

Einfalt og fljótlegt kjúklingasalat sem bragð er að!

  • 1 poki veislusalat (100 g)
  • 2 kjúklingabringur
  • 1 stórt avokadó eða 2 lítil
  • 1/2 agúrka
  • 1 krukka fetaostur frá Örnu mjólkurvörum
  • 1/2 granatepli

Aðferð:

  1. Skolið salatið og þerrið í eldhúspappír eða salat vindu. Raðið salatinu á disk.
  2. Skerið elduðu kjúklingabringurnar niður í bita stóra bita og raðið á salatið. Ef þið notið hráar kjúklingabringur þá skerið þær niður í bita, kryddið með uppáhaldskjúklingakryddinu ykkar og steikið þær svo þar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avokadóið og agúrkuna niður í bita stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið fetaostinn yfir salatið með olíunni.
  5. Takið fræin úr hálfu granatepli og raðið yfir salatið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert