Hrefna Sætran og félagar opna nýjan stað við Hjartagarðinn

Hrefna Rósa Sætran er eldklár í viðskiptum sem og eldhúsinu.
Hrefna Rósa Sætran er eldklár í viðskiptum sem og eldhúsinu. Mbl.is /Bjorn Arnason

Athafnakonan og matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran stendur í ströngu þessa dagana en hún undirbýr nú opnun þriðja og stærsta veitingastaðar síns. Fyrir á Hrefna ásamt meðeigendum sínum Fisk- og Grillmarkaðinn, Skúla Craftbar, matarvagninn Bao Bun, Bríet íbúðargistingar ásamt því að hún flytur inn léttvín í félagi við veitingahús sín og Emil Hallfreðsson landsliðsmann. 

Eigendahópurinn á bak við nýja veitingahúsið er sá sami og á Fisk- og Grillmarkaðnum. Það er að segja Hrefna Sætra, Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson en við bætast Axel Clausen og Eysteinn Valsson. 

Aðspurð um við hverju megi búast á nýja staðnum verður Hrefna leyndardómsfull. „Hugmyndin kviknaði fyrir 3 eða 4 árum út frá vissu hráefni. Við byrjuðum á að hugsa út frá hráefninu og erum með leyni hráefni sem allt miðast út frá," segir Hrefna og spenningurinn í röddinni leynir sér ekki.

„Við höfum beðið eftir draumahúsnæðinu og fengum svo húsnæði á horni Laugarvegs og Klapparstígs þar sem Sirkus var. Staðurinn verður því á Klappastíg 28 og 30 sem er bæði gamallt og nýtt en nr. 28 er gamall en 30 nýbyggt. Við stefnum svo á að opna í júní,“ segir Hrefna en staðurinn verður stærri en Grillmarkaðurinn. „Það er gott útisvæði sem snýr að Hjartagarðinum. Þar verður hægt að sitja þó það sé ekki endilega sól. Matseðilinn og stemmingin verður í léttum brasserie stíl svo fólk geti sést í kaffibolla eða margra rétta máltíð. Staðurinn verður því mun léttari en Grill- og Fiskmarkaðurinn. “

Opið verður í hádeginu og kvöldin segir Hrefna en þau fá húsnæðið afhent um mánaðamótin og þá fari allt á fullt. Það verður því spennandi að fylgjast með þróuninni á Hjartagarðinum í sumar en búast má við líflegu og girnilegu torgi þar. 

Hrefna Rósa og Guðlaugur kokkur og meðeigandi hennar fyrir framan …
Hrefna Rósa og Guðlaugur kokkur og meðeigandi hennar fyrir framan matarvagninn Bao Bun. Mbl.is /Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert