Eftirréttarpítsa með Nutella og banana

Hægt er að leika sér með áleggið. Möguleikarnir eru nánast …
Hægt er að leika sér með áleggið. Möguleikarnir eru nánast endalausir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að bjóða upp á eftirréttarpítsu en það er engu að síður ótrúlega vel heppnaður eftirréttur.
Hér gefur að líta uppskrift frá Ölverkshjónunun Laufey og Elvari en botninn er bakaður á hefðbundinn hátt og síðan smurður með Nutella. Eftirréttur sem vekur hvarvetna lukku enda sélega bragðgóður.
Eftirréttapítsa með Nutella
  • Súkkulaði- og heslihnetusmjörs Nutella
  • nokkur jarðarber
  • 1 banani (eða meira ef þarf)
  • flórsykur til skrauts
Aðferð:
  1. Búið til venjulegan pítsubotn.
  2. Fletjið botninn út og gatið með gafli. Setjið hann á smjörpappír og bakið í ofninum á háum hita (tekur stuttan tíma).
  3. Látið hann kólna aðeins og smyrjið svo með súkkulaðinu.
  4. Skerið jarðarber og banana í litla bita og raðið á pítsubotninn. Stráið að lokum flórsykri yfir.

Pizza­deig

  • 400 g hveiti, helst „00“
  • 250 ml vatn
  • 10 g salt
  • 1.5 g ger

Aðferð:

  1. Blandið volgu vatni (við stofu­hita) við gerið og leyfið að liggja í 10 mín­út­ur.
  2. Setjið salt út í vatnið og hrærið vel sam­an.
  3. Vigtið hveitið í skál og hellið svo vatn­inu sam­an við hveitið og blandið sam­an.
  4. Þegar þetta er komið ágæt­lega sam­an veltið þessu úr skál­inni og hnoðið á borði í 10 mín­út­ur.
  5. Setjið aft­ur í skál­ina og látið hef­ast í 1 klukku­stund við stofu­hita.
  6. Takið deigið aft­ur úr skál­inni og skiptið í þrennt og mótið kúl­ur úr því.
  7. Geymið kúl­urn­ar und­ir rök­um klút í minnst 2 tíma en allt að 4 tím­um.
  8. Stillið ofn­inn á hæsta hita og hafið blást­ur á. Setjið ofn­plötu neðst í ofn­inn sem snýr öf­ugt. Kveikið á ofni 40 mín­út­um áður en pítsa er sett inn. Gott er að setja pítsuna á smjörpapp­ír og tré­bretti áður en hún fer í ofn.
Skemmtilegur eftirréttur.
Skemmtilegur eftirréttur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert