Matur gegn ógleði

Engifer er bólgueyðandi, bætir meltingu og vinnur gegn ógleði.
Engifer er bólgueyðandi, bætir meltingu og vinnur gegn ógleði. mbl.is/ThinkstockPhotos

Hvort sem það er þynnka, streita, ólétta eða aukaverkun lyfja getur ógleði gert fólki lífið leitt. Hér koma ábendingar um fæðu sem hjálpar til við að lægja einkennin.

Ógleði er hvimleið og dregur allan mátt úr fólki sé hún langvarandi. Ógleði er frægur fylgikvilli þess að ganga með barn auk þess sem margir sjúkdómar og lyf geta valdið ógleði nú eða of lágur blóðsykur. Einhverjir kannast einnig við að finna fyrir ógleði daginn eftir áfengisneyslu. Streita getur einnig valdið ógleði eða einstök atvik sem valda stressi. T.d. fyrir próf, stefnumót eða atvinnuviðtal getur ógleði gert vart við sig.

Hver svo sem ástæðan er, eru hér nokkur ráð sem virka vel gegn ógleði. Þó skal varast að bæla niður einkenni nema læknir hafi staðfest orsök einkennanna, séu þau viðvarandi. 

Athugið að mikilvægt er að borða hægt og forðast feitan eða djúpsteiktan mat.

Nr. 1 Engifer. Engifer aðstoðar við að draga úr ógleði og aðstoðar meltinguna. Mælt er með að nota engifer í eldamennsku svo sem súpur, þeytinga eða steikt hrísgrjón með grænmeti. Engiferöl með alvöruengifer eða engiferbrjóstsykur getur einnig hjálpað. Svo má líka hella engifersafa eða setja ferskt engifer út í sódavatn en engiferöl inniheldur oft mikið magn af viðbættum sykri. Engiferte virkar einnig fyrir suma.

Ferskt engifer er vinsælt í ýmsa matargerð, þeytinga og út …
Ferskt engifer er vinsælt í ýmsa matargerð, þeytinga og út í soðið vatn. mbl.is

Nr 2. Epli. Trefjarík fæða eins og epli eða hrátt grænmeti hjálpa til við að hægja á meltingunni og geta gefið góða raun í baráttunni við ógleðina. Athugið þó að borða hægt og ekki mikið í einu þar sem trefjarík fæða getur virkað öfugt í einhverjum tilvikum og ýtt undir ógleði. Gott er að nasla á t.d. epli í gegnum daginn.

Epli eru hollur og trefjaríkur skyndibiti.
Epli eru hollur og trefjaríkur skyndibiti. mbl.is/

Nr 3. Kex eða brauð. Matur með sterkju svo sem léttsaltað te-kex hjálpar til við að draga úr hungri en er án sérstakrar lyktar eða bragðs. Sterkjan aðstoðar við að draga úr magasýrum og róa magann. Ristað brauð ku einnig virka vel. 

Gróft brauð með lárperu er vel til þess fallið að …
Gróft brauð með lárperu er vel til þess fallið að fá svolitlar trefjar í kroppinn. Ljósmynd / Getty Images

Nr 4. Sódavatn. Ef drukkið er hægt í litlum sopum getur það hjálpað til við að róa ósáttan maga. Ógleði getur einnig komið til af vöntun á vökva í líkamann. Þá er mikilvægt að innbyrða vel af vatni en í litlum skömmtum til að ýta ekki undir ógleðina. Sódavatn drekkur fólk yfirleitt hægar vegna gossins sem í því er

Sódavatn með sítrónu er ferskt og gott.
Sódavatn með sítrónu er ferskt og gott. mbl.is/Stock photos

Nr 5. Íþróttadrykkir. Ýmsir íþróttadrykkir svo sem Gatorade eru góðir gegn lystarleysi og ógleði. Þeir innihalda sölt sem hjálpa líkamanum að viðhalda rakastigi sínu sem og vítamín og þrúgusykur. Óléttar konur ættu þó að lesa vel utan á drykkina til að vera viss um að þeir séu í lagi fyrir fóstrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert