Girnilegir eggjaréttir Rósu í páskabrönsinn

Rósa gefur hænunum kálblöð í svanginn. Hún býr jafnan til …
Rósa gefur hænunum kálblöð í svanginn. Hún býr jafnan til páskabröns þar sem eggin eru í aðalhlutverki, nema hvað. mbl.is/Árni Sæberg

Ég hlakka jafnan til páskahátíðarinnar og þess að geta notið hennar í rólegheitum með mínum nánustu og þá gjarnan yfir góðum mat,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það færist einhver sérstök kyrrð yfir sem er okkur flestum mikils virði. Nálægðin við vorið er líka allt umlykjandi, dagarnir lengjast hratt og örugglega, krókusar farnir að stinga upp kollinum og náttúran að undirbúa sig fyrir nýju árstíðina. Þessi einstaka tilhlökkun yfir vorinu og sumrinu liggur í loftinu,“ bætir hún við.

Eggin í uppáhaldi – beint úr garðinum heima

„Mér finnst gaman að bjóða upp á morgun- eða hádegismat á páskahátíðinni þar sem egg eru í aðalhlutverki. Enda eru þau tákn páskanna og frjóseminnar og auk þess stútfull af góðri næringu. Ég borða mikið af eggjum og er svo heppin að geta sótt fersk egg á hverjum degi út í hænsnakofann í garðinum.“

Rósa sem hefur skrifað nokkrar matreiðslubækur gefur lesendum páskablaðsins hér hugmyndir að nokkrum eggjaréttum sem tilvalið er að bjóða upp á um páskana. Réttirnir eru allir úr bókinni hennar ,,Hollt nesti, morgunmatur og millimál“ sem kom út haustið 2016.

Hér koma tvær girnilegar uppskriftir frá Rósu en fleiri eggjauppskriftir frá Rósu munu birtast fyrir páska.

Hlæeypt egg eru afar vinsæl um þessar mundir og fljúga …
Hlæeypt egg eru afar vinsæl um þessar mundir og fljúga út á morgunverðarstöðum. Þau eru líka hollur kostur enda laus við steikingarfitu. mbl.is/
Hleypt Egg ofan á brauð eða salat 

Hleypt egg eru ljúffeng og góð tilbreyting frá hefðbundnum soðnum eggjum eða spæld-um. Þau eru líka falleg á diski, ekki síst ofan á salöt eða smurt brauð. Það er einfaldaraen mann grunar að hleypa egg.

Aðferð:
1. Byrjið á að sjóða vatn í litlum potti ogbæta út í það um 1 msk. af ediki, helst hvít-vínsediki.

2. Lækkið hitann og hrærið aðeins í vatninumeð gaffli þannig að vatnið sé enn ,,sjóð-andi“.

3. Brjótið egg ofan í bolla og hellið því var-lega ofan í pottinn, látið hvítuna fara fyrst ívatnið.

4. Haldið áfram að hreyfa vatnið með gaffl-inum á meðan hvítan lokast í kringum rauð-una. Látið sjóða svona í um 3 mínútur.

5. Takið varlega upp úr pottinum og þerriðaðeins eggið með eldhúspappír áður en setter ofan á salat eða smurt brauð.
Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi mælir …
Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi mælir Rósa með mexíkóskum eggjum. mbl.is/

Bökuð mexíkósk egg með chillí 

Fyrir 4

1 msk. ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1-2 stk. rautt chillí, fræhreinsað og saxað smátt, eða 1-2 tsk. chillíduft
2 hvítlauksrif, marin
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 tsk. broddkúmen
salt og grófmalaður pipar
1 dós nýrnabaunir
1 msk. rifinn ostur
4-6 egg
steinselja, fersk og söxuð

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður.

2. Mýkið rauðlauk, chillí og hvítlauk í ólífuolíu við meðalhita á pönnu.

3. Bætið niðursoðnum tómötum út á og látið malla í um 5 mínútur.

4. Kryddið með broddkúmeni, salti og pipar.

5. Sigtið safann af nýrnabaununum og bætið þeim út á pönnuna.

6. Látið malla áfram í um 5 mínútur eða þar til blandan hefur þykknað.

7. Hellið réttinum í stórt eldfast mót og stráið osti yfir.

8. Búið til fjórar til sex dældir í réttinn og hellið eggi varlega í hverja og eina þeirra.

9. Stráið saxaðri steinselju yfir og bakið í ofni í um 15 mínútur.

10. Berið fram með límónusneiðum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert