Prótein-páskaegg eða After Eight-egg?

Litla Ferro Rocher-eggið þykir einstaklega lekkert svo ekki sé minnst …
Litla Ferro Rocher-eggið þykir einstaklega lekkert svo ekki sé minnst á himneskt hnetusúkkulaðið. mbl.is/Golli

Óvenjuleg páskaegg vekja mikla lukku í ár líkt og síðasta ár. Í ár bættust ekki við nein ný íslensk páskaegg enda af nægu að taka. Í erlendu deildinni var þó sitthvað nýtt að finna svo sem próteinpáskaegg án viðbætts sykurs.

Matarvefurinn kannaði úrvalið í Nettó en þar er að finna mikið úrval páskaeggja bæði innlendra og erlendra. Í fyrra seldist After Eight hvað mest af erlendu eggjunum og virðast landsmenn enn vera æstir í myntubragðið sem gefur vísbendingu til innlendra framleiðanda að jafnvel ætti að skoða að framleiða slíkt egg fyrir næstu páska.

Matarvefurinn hafði samband við Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur, markaðsstjóra Nettó, sem sagði að í ár seljist hvað mest af Nestle smarties, After Eight Premium og Cadbury sem og Oreo Cadbury. Próteinpáskaegg án viðbætts sykurs er einnig vinsælt. 

Páskaegg úr súkkulaði án viðbætts sykurs sem inniheldur 2 próteinstykki.
Páskaegg úr súkkulaði án viðbætts sykurs sem inniheldur 2 próteinstykki. mbl.is/
After Eight-eggið var gríðarlega vinsælt í fyrra.
After Eight-eggið var gríðarlega vinsælt í fyrra. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert