Vinsælasta sætkartöflumeðlætið á Pinterest

mbl.is/Cafe Delites

Sætkartöflur eru stórkostlegt fyrirbæri enda bæði bragðgóðar og hollar sem er augljóslega mjög eftirsóknarvert. 

Þessi útfærsla á sætkartöflum er sú vinsælasta á Pinterest enda lítur hún sérlega girnilega út. 

Sætkartöflumeðlæti

 • 4 meðalstórar sætkartöflur (eða 3 stórar)
 • ólífuolía
 • 3 msk bráðið smjör
 • 4 hvítlauksgeirar, maukaðir
 • 1 msk fersk nýsöxuð steinselja
 • sjávarsalt og svartur pipar
 • 2 msk parmesan ostur

Aðferð:

 1. Skerið endana af sætukartöflunum og skerið síðan kartöflurnar í sneiðar - um það bil 3-4 sm þykkar.
 2. Suða: setjið sætkartöflurnar í stóran pott með söltuðu vatni. Sjóðið í 20-25 mínútur eða þar til hægt er að stinga í þær með gaffli. Hellið vatninu af. 
 3. Bakstur: raðaðu sætkartöflusneiðunum á ofnplötu og bakaðu í 25-30 mínútur á 180 gráðum. Takið úr ofninum og látið standa í fimm mínútur eða svo á meðan kartöflurnar kólna.
 4. Setjið bitanna á smjörpappír og fletjið þá út með gaffli - en gerið það mjög laust þar sem kartöflurnar eru gegneldaðar og því auðvelt að mauka þær. 
 5. Blandið saman smjöri, hvítlauk og steinselju. Hellið blöndunni jafnt yfir kartöflurnar og kryddið að lokum með salti og pipar. Úðið eða slettið olíunni yfir. 
 6. Grillið kartöflurnar í ofninum þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar eða í 15 mínútur (fylgist vel með þeim). Takið þá úr ofninum og sláldrið parmesan ostinum yfir. Kryddið enn meira með salti, pipar og steinselju og berið fram.  

Heimild: Cafe Delites

mbl.is/Cafe Delites
mbl.is