Svona borðar Anna avókadó

mbl.is/Anna Eiríks

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með því hvernig annað fólk borðar matinn sinn - ekki satt? Sérstaklega þegar umrætt fólk er í fantaformi, fyrirmynd í flestu og afburðar elskulegt í alla staði.

Anna Eiríks er ein af þessu fólki og þessari uppskrift af einföldu avókadó caprese er úr hennar smiðju. Hún er í senn afskaplega girnileg og þessleg að mann dauðlangar að prófa. 

Sjálf segir Anna að þessi réttur sé örlítið breytt útgáfa af hinum vinsæla Caprese sem eru tómatar, ferskur mozzarella, ólífuolía, salt og pipar. „Ég bætti við salati og lárperu og út kemur þessi dásamlegi réttur, svo ferskur, léttur og góður. Frábært snarl, í brunchinn, millimál eða sem hádegisverður en þá myndi ég einnig fá mér eina ristaða brauðsneið með spældu eggi.“

Avókadó Caprese

  • Ein lúka af salati 1/2 lárpera
  • Nokkrir litlir tómatar
  • Nokkrar kúlur af ferskum mozzarella
  • Smá ólífuolía
  • Salt & pipar

Aðferð:

Setjið salatið á disk og lárperuna ofan á salatið. Setjið nokkrar kúlur af tómötum og mozzarella ofan á lárperuna og hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar.

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert