Veist þú hvað Costco verðin þýða?

Engilbert Arnar er mikill Costco-maður.
Engilbert Arnar er mikill Costco-maður. Haraldur Jónasson / Hari

Það eru fáir sem þekkja innviði Costco búðarinnar betur en Engilbert Arnar og félagar í Costco hópnum Costco-gleði. Þar hafa þau birt lista yfir hvað verðmerkingar þýða í versluninni en ef marka má þessar upplýsingar er um að ræða afar úthugsað fyrirkomulag sem ætti að geta hjálpað neytendum. 

Inn á hópnum birtust þessar upplýsingar:

ATHUGIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VERÐ Á VÖRUM Í COSTCO:

1. Ef verðið endar á .99 kr þá er bara um venjulegt verð að ræða. Gott verð, en samt möguleiki á að sjá vöruna á lægra verði seinna meir.

2. Ef verðið endar á .97 kr þá er um að ræða vöru á lágu verði í takmarkaðan tíma. Um að gera að kaupa strax. Þýðir að verslunarstjórinn sé að hreinsa upp af lager eða selja upp vöru með skamman endingartíma.

3. Ef verð endar á .69 eða .79 þá er um að ræða vöru sem Costco hefur fengið á mjög lágu innkaupsverði eða er í reynslusölu.

4. Ef verðið endar á .59, .69 eða .89 þá er mögulega um að ræða vöru á betra verði en í öðrum Costco verslunum í TAKMARKAÐAN TÍMA.

5. Ef verðið endar á .88 eða .99 er um að ræða vöru sem verslunarstjórinn vill selja upp. VÖRU SEM KEMUR EKKI AFTUR. Oftast vara sem selst mjög illa eða skilavara í söluhæfu ástandi. ÞESSA VÖRU SKAL KAUPA STRAX, því hún er á BESTA FÁANLEGA VERÐINU. Hafa í huga að skoða vöruna vel áður.

Eftir að hafa lagt í töluverða rannsóknarvinnu virðst þetta vera rétt en hér er þó átt við erlend verð en ekki hefur fengist staðfest hvort þetta eigi við hér á landi. Eins gætti örítils ósamræmis í heimildum Matarvefsins en sumir vildu mein að að vörur sem enduðu á .97 eða væru með *-merkingu væru á rýmingarsölu og kæmu ekki aftur.

Heimild: The Takeout

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert