Púðursykurs-pavlóva með Snickers

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Pavlóvur eru merkilegt fyrirbæri og sögufrægar með eindæmum enda skírðar í höfuðið á hinni stórkostlegu ballerínu Önnu Pavlovu. Hér gefur að líta sjúklega girnilega útgáfu frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is. Hún notar Snickers í bland við rjóma og toppar svo með karmellu.

Skothelt og gómsætt eins og Berglindar er von og vísa.

Púðursykurs-pavlóva með Snickers

  • 5 eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  • 500 ml rjómi
  • 2 Snickers

Aðferð:

  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
  2. Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta rjómanum á eftir bakstur.
  3. Bakið við 110°C í rúma klukkustund og leyfið marengsinum síðan að kólna inni í ofninum í að minnsta kosti klukkutíma áður en rjóminn er settur á (gott að útbúa karamelluna á meðan og leyfa henni aðeins að kólna).
  4. Stífþeytið rjómann og sprautið á hverja pavlovu, skerið Snickers í bita og stráið yfir og að lokum má „drissla“ karamellu yfir hverja köku (uppskrift hér að neðan).

Karamella

  • 50 gr. smjör
  • 1 1/2 dl púðursykur
  • 3-4 msk. rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið við lágan hita, bætið þá púðursykri og rjóma saman við og hækkið hitann. Leyfið að bubbla nokkrar mínútur og hrærið stanslaust í á meðan.
  2. Hrærið þar til blandan fer að þykkna aðeins og leyfið þá að standa á meðan rjómi og Snickers er sett á marengsinn.
  3. Hellið vel af karamellu á hverja pavlovu.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert