Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni pönnu

Þessi réttur á eftir að slá í gegn á mörgum …
Þessi réttur á eftir að slá í gegn á mörgum heimilum. mbl.is/Linda Ben

Þessi þorskréttur tikkar í öll box. Merkilega einfaldur, hollur og bragðmikill, auk þess sem hann er fljótgerður. Þar fyrir utan veitir okkur útrás fyrir ást okkar á steypujárni sem er alltaf jákvætt.

Það er Linda Ben sem á þessa uppskrift en fyrir þá sem vilja fá ítarlegri útlistun á verkferlinu er hægt að nálgast það hér.

Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni pönnu

  • 700 g þorskhnakkar
  • salt og pipar
  • 2 msk ólífu olía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ½ tsk þurrkað rautt chilli
  • ½ pakki forsoðnar kartöflur
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 1 dl hvítvín
  • mosarella kúlur
  • svartar heilar ólífur
  • Börkur af 1 sítrónu
  • Ferskt basil eftir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu, skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni með chillíinu.
  3. Setjið kartöflurnar út á pönnuna og steikið létt. Setjið tómatana á pönnuna og steikið. Kryddið þorskhnakkana með salti og pipar, setjið stykkin á pönnuna. Látið fiskinn steikjast í nokkrar mín og snúið honum svo við, gott að hræra í grænmetinu líka. Hellið hvítvíninu á pönnuna, setjið ólífurnar einnig á pönnuna og mosarella kúlurnar. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið í 15-20 mín.
  4. Rífið sítrónubörkinn og basil laufin yfir réttinn.
Sjúklega girnilegur fiskréttur að hætti Lindu Ben.
Sjúklega girnilegur fiskréttur að hætti Lindu Ben. mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert