Iðnaðareldhús með mjúkum undirtónum

Eldhúsið er gróft en ótrúlega fallegt.
Eldhúsið er gróft en ótrúlega fallegt. mbl.is/Reform

Hrátt útlit þessa fagra eldhúss höfðar eflaust til margra og minnir helst á iðnaðarhúsnæði í New York þar sem svokölluð loft eru vinsæl. Lofthæðin er geggjuð og gluggarnir líka. Reyndar er allt við þetta eldhús frekar geggjað – þó ekki síst hvernig eldhúsið fellur vel að grófri steypunni og virðist smellpassa þar inn.

Eldhúsinnréttingin er frá danska hönnunarfyrirtækinu Reform sem við höfum áður fjallað um. Borðplatan er úr eik og takið eftir hvernig eyjan nýtist einnig sem eldhúsborð ef því er að skipta. Á henni er hvítur marmari sem skapar skemmtilegt mótvægi við grófleika eldhússins. 

Engar kryddplöntur prýða eldhúsið heldur grjótharður eyðimerkurkaktus. 

Ísskápurinn er hefðbundinn amerískur.
Ísskápurinn er hefðbundinn amerískur. mbl.is/Reform
Eikin passar vel við hráa steypuna.
Eikin passar vel við hráa steypuna. mbl.is/Reform
Borð er úti á miðju gólfi sem getur líka nýst …
Borð er úti á miðju gólfi sem getur líka nýst sem eyja. mbl.is/Reform
Gluggarnir og rýmið allt er frekar geggjað.
Gluggarnir og rýmið allt er frekar geggjað. mbl.is/Reform
Kaffivélin fær sinn stað úti í horni.
Kaffivélin fær sinn stað úti í horni. mbl.is/Reform
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert