15 mínútna fettuccine heilsumarkþjálfans

mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Það er hreinræktaður fettuccine dagur á Matarvefnum í dag og hér gefur að líta uppskrift sem sameinar osta, stökkt blómkál og almenna hollustu. Það er engin önnur en Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er syndsamlega girnileg en samt holl!

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um réttinn og frekari myndskýringar hér.

15 mín. fettuccine “osta” pasta með stökku blómkáli

 • Fettuccine Pasta (ég notaði glúteinlaust soybauna fettuccine pasta frá a la eco)


Vegan “osta” sósan:

 • 1 bolli kókosmjólk (ég nota frá coop í nettó)
 • 1/2 bolli rifin vegan parmesan eða parmesan
 • 1 msk næringarger
 • 1 hvítlauksrif (ég notaði einnperlulauk)
 • chili á hnífsodda
 • 1 tsk dijion
 • klípa af salt
 • nokkrir dropar stevia eða kókospálmanektar


Grænmetið:

 • 1 msk olífuolía
 • 2 hvítlauksrif (ég notaði tvo perlulauka)
 • 1/2 blómkál
 • 1/2 kúrbútur handfylli fersk rósmarín


Borið fram með:

 • spínati
 • valhnetum/furuhnetum
 • ferskri steinselju
 • sítrónusneiðum
 • rifin vegan parmesan eða parmesan


Aðferð:

1. Setjið öll hráefni sósunar í blandarann og vinnið þar til silkimjúkt.

2. Sjóðið vatn í potti og leyfið suðu að koma upp. Bætið pasta útí vatnið, lækkið undir og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka c.a 6-8 mín.

3. Hitið pönnu. Steikjið hvítlauk, blómkál, kúrbít og kryddjurtir á pönnu og hrærið í nokkrar 5-7 mínútur.

4. Hellið sósunni yfir pönnuna ásamt pastanu og hrærið örlítið. Leyfið að malla í nokkrar mínútur.

5. Berið fram með því sem þið kjósið og njótið! 
Hollráð:
Ef þú vilt hafa blómkálið enn stökkara má setja það í ofnin við 180 gráður með örlítið af olíu og salt og pipar í 25 mín. Þá er gott að snúa við blómkálinu eftir c.a 15 mín af eldunartímanum.
Til að flýta fyrir má gera vegan “osta” sósuna yfir helgi eða kvöldið áður og geyma í kæli. Einnig má frysta sósuna sem ég tel þó ólkílegt að gerist þar sem sósan er svo bragðgóð að hún klárst yfirleitt strax.

mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
mbl.is