Funkis-eldhús fær yfirhalningu

Þrátt fyrir að landfræðileg staðsetning þessa eldhúss sé reyndar ekki í 108 þá er hér um að ræða afar hefðbundið og fallegt fúnkis-hús eins og algeng eru víða hér á landi – og þá ekki síst í Fossvoginum sem þekktur er fyrir sambærileg hús.

Hér var húsnæðið allt tekið í gegn en grunnþættir hússins fengu að halda sér – líkt og panellinn í loftunum. Eldhúsið var opnað en eigendurnir ákáðu að halda sig við hlýlegan viðinn og þrátt fyrir að eldhúsið hafi fengið rækilega yfirhalningu þá heldur það samt vel í grunngildi sín.

Einstaklega vel heppnuð breyting sem margir geta eflaust sótt innblástur í.

Heimild: The Contemporist

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert