Innbökuð egg með camembert

Eintaklega girnilegt.
Eintaklega girnilegt. mbl.is/Anna Björk

Þessi útfærsla af morgunverði eða brunch (eða dögurði) er til háborinnar fyrirmyndar en hér er tekin tortilla-pönnukaka og egginu pakkað inn í hana ásamt úrvals ostum og skinku.

Þetta er eitthvað sem nauðsynlegt er að prófa en það er matarbloggarinn Anna Björk sem á heiðurinn að þessari uppskrift. Sjálf segir hún að þessir pakkar - eins og hún kallar þá - séu afar fljótgerðir og bragðist einstaklega vel. 

Matarbloggið hennar Önnu Bjarkar er hægt að nálgast hér. 

Innbökuð egg með camembert

  • 2 stórar mjúkar tortillur
  • 150 gr. góð skinka, í sneiðum
  • 1/2- 2/3 bollar af rifnum sterkum osti, t.d. cheddar eða sterkur Gouda
  • Nokkrir litlir bitar af Camembert eða Brie, ekki nauðsynlegt
  • 2 stór egg

Meðlæti:

  • Gott salat

Aðferð:

  1. Ofninn er hitaður i 180°C. 2 álpappírsarkir á stærð við hvora tortillu er spreyaður með olíu og kakan lögð ofan á.
  2. Skinkunni er raðað í hring í miðjunni og rifna ostinum dreyft ofaná skinkuna, ásamt Camembert ef þú notar hann.
  3. Myndaðu gat í miðjunni og brjóttu svo egg ofan í gatið.
  4. Taktu tortilluendann sem snýr að þér og legðu hann varlega yfir eggið og ostinn, síðan leggurðu eftri endann ofan á þann neðri og brýtur upp á hvorn enda og heldur síðan pakkanum saman með höndunum á meðan þú pakkar honum eins inn í álpappírinn.
  5. Ekki hvolfa pökkunum, annars lekur eggið úr þeim.
  6. Pakkarnir eru settir á plötu og bakaðir í 22-25 mín., þar til osturinn er bráðinn og eggið passlega eldað.
  7. Borið fram strax með góðu salati, salti og pipar.

v

Hráefninu er raðað eins og myndin sýnir á tortilluna.
Hráefninu er raðað eins og myndin sýnir á tortilluna. mbl.is/Anna Björk
Tilbúnir eggja-pakkar.
Tilbúnir eggja-pakkar. mbl.is/Anna Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert