Eldhúsið hjá Beyonce og Jay Z

Svona lítur eldhúsið út án húsgagna.
Svona lítur eldhúsið út án húsgagna. mbl.is/Apartment Therapy

Beyonce og Jay Z fundu loksins draumahúsið sitt eftir mikla leit. Húsið er einstaklega glæsilegt og eldhúsið fær eflaust þó nokkuð marga til að andvarpa af aðdáun. 

Um er að ræða einstaklega opið og glæsilegt rými með mikilli birtu og bullandi stemningu. 

Húsið er í The Hamptons sem er í New York-ríki og er sumarleyfisstaður hinna ríku og frægu. Hér er því einungis um sumarhús þeirra hjóna að ræða en engu að síður er það einstaklega fagurt svo ekki sé fastar að orði kveðið. 

En eldhúsið er það sem Matarvefurinn hefur áhuga á og hér má sjá myndir. 

Heimild: Zillow

Svona lítur það út í fasteignaauglýsingunni en væntanlega hafa Beyonce ...
Svona lítur það út í fasteignaauglýsingunni en væntanlega hafa Beyonce og Jay Z fengið sér önnur húsgögn – nema þau hafi keypt húsgögnin með. mbl.is/Zillow
mbl.is