Taco Tuesday að trenda

Taco á RIO.
Taco á RIO. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víða um heim er Taco Tuesday eða Þriðjudags-tacó jafn sjálfsagt og föstudagspítsan þykir hér á landi. Það hefur þó farið minna fyrir þessari hefð hér á landi eða hvað?

Veitingastaðurinn Coocoo´s Nest hefur verið með Taco Tuesday frá opnun og segir Íris Ann Sigurðardóttir, annar eigandi staðarins að þriðjudagarnir séu sívinsælir. „Þetta er svo rík hefð út í Kaliforníu þaðan sem Lucas eiginmaður minn er þannig að það kom ekki annað til greina en að gera þetta hér þegar við opnuðum. Það myndast mikil stemning og þetta eru virkilega skemmtileg kvöld," segir Íris Ann.

Veitingastaðurinn RIO hefur einnig byrjað á þessu og að sögn Anítu Aspar Ingólfsdóttur, yfirkokks, eru þau að falla vel í kramið. „Fólk er alveg að fíla þetta og ég er mest undrandi á hvað þetta er að fá góðar viðtökur," segir Aníta um taco-þriðjudagana.

Ljóst er að þetta trend er að mælast fyrir og við auglýsum formlega eftir miðvikudagstrendi. 

Þetta er meðal þess sem er í boði á Taco …
Þetta er meðal þess sem er í boði á Taco Tuesday á RIO. mbl.is/Kristinn Magnússon
Íris Ann ásamt syni sínum og eiginmanni, meistarakokknum Lucas Keller.
Íris Ann ásamt syni sínum og eiginmanni, meistarakokknum Lucas Keller. Ómar Óskarsson
Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirkokkur á RIO.
Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirkokkur á RIO. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert