Ítalskt kjúklingapasta

Fullkomið pasta við öll tilefni.
Fullkomið pasta við öll tilefni. mbl.is/Food52

Pasta er sívinsælt og þessi uppskrift er nánast vandræðalega einföld en um leið svo undur bragðgóð. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið um kjúklinga- eða kalkúnahakk en það er eiginlega betra að rífa niður kjúkling - fremur smátt. Bitarnir verða meiri og rétturinn fær á sig annan blæ. 

Ítalskt kjúklingapasta

  • 1 msk ólífuolía
  • 3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir + auka
  • ½ tsk piparflögur
  • 565 g kjúklingur (í uppskriftinni er notast við hakk en við mælum einnig með að skera eða rífa kjúlinginn smátt niður)
  • 2 tsk ítalskt krydd
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • 780 ml marinara sósa
  • 100 g rifinn parmesan ostur + auka
  • 110 g rifinn mozzarella ostur
  • 340 g pappardelle eða tagliatelle pasta
  • Handfylli af basillaufum

Aðferð:

Hitið olíuna á stórri pönnu á fremur háum hita. Setjð hvítlaukinn og piparflögurnar og steikið í 2 til 3 mínútur eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma. Bætið þá kjúklingnum saman við ásamt ítalska kryddinu. Saltið og piprið. Eldið þar til kjúklingurinn er fullsteiktur eða í 10 mínútur eða svo.

Bætið þá við marinara sósunni og látið suðuna koma upp. Lækkið þá hitan og látið malla í 20 mínútur eða svo. Lækkið hitann þá enn meira og bætið parmesan og mozzarella ostinum saman við og hrærið vel saman við. Smakkið til og saltið og piprið eftir smekk.

Meðan sósan mallar skal sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum. Síið pastað og setjið svo út á pönnuna og blandið vel saman við kjötsósuna. Hrærið vel saman og berið fram skreytt með basillaufum og parmesan osti.

Uppskrift: Food52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert