Skipulegðu búrskápinn í tíu skrefum

Körfur og lík ílát gera mikið eins og sjá má.
Körfur og lík ílát gera mikið eins og sjá má. mbl.is/The Container Store

Góður búrskápur er grundvallaratriði í vel skipulögðu eldhúsi. Hér gefur að líta hinar tíu heilögu reglur vel skipulagðs búrskáps. Farir þú eftir þessum reglum verður líf þitt umtalsvert einfaldara.

1. Líkt skal vera með líku. Geymið svipaða og tengda hluti saman. Til dæmis sósur, dósir og þess háttar.

2. Notaðu körfur. Eitt af best geymdu leyndarmálum vel skipulagðs búrs er að nota körfur. Í Rúmfatalagernum má finna gott úrval af körfum.

3. Svipuð ílát. Ef þú ert með ílát undir hráefni eins og þurrvöru og morgunkorn skaltu hafa þau áþekk. Það er ótrúlegt hvað allt verður stílhreinna og skipulagðara fyrir vikið.

4. Notaðu glær ílát. Eins og hér að ofan er gott að vera með áþekk og glær ílát. Ekki er verra ef þau staflast.

5. Merktu vel. Merkimiðar gera ótrúlega hluti fyrir gott skipulag. Þó að þú munir hvar þú settir allt þá er alltaf gott að vera með skipulagið skrifað niður – bæði fyrir þig sem og aðra.

6. Mest notað skal vera aðgengilegast. Það segir sig sjálft að þeir hlutir sem þú notar oftast eiga að vera aðgengilegastir og best sýnilegir á meðan minna notaðir hlutir fá töluvert verra hillupláss.

7. Hollt er gott. Láttu búrið endurspegla lífsákvarðanir þínar þegar kemur að mataræði. Sértu á hollu línunni skal sá matur vera sýnilegur og aðgengilegur. Ekki síst þegar um er að ræða vörur sem börnin geta auðveldlega fengið sér. Sykraðar vörur, sælgæti, snakk og kex skal vera úr augsýn.

8. Pallar eru góðir. Það er snjallt að vera með hillur og milli-hillur til þess að hámarka plássnýtinguna.

9. Fyrst inn – fyrst út. Passaðu upp á að hlutirnir dagi ekki uppi inni í búri hjá þér. Settu nýja hluti aftast þannig að það eldra sé borðað fyrst.

10. Taktu til vikulega. Mikilvægasta reglan er að taka til í búrinu vikulega. Það tekur bara nokkrar mínútur og tryggir að ekki þarf að taka árlega hreinsun þar sem skemmdu hráefni er hent út.

Hér gefur að líta sérlega vel skipulagt búr.
Hér gefur að líta sérlega vel skipulagt búr. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert