Sjóðheitur grillaður suðurríkjakjúklingur

Þessi uppskrift er fullkomin á fögrum sumardegi.
Þessi uppskrift er fullkomin á fögrum sumardegi. mbl.is/Food52

Ef það er einhverntímann tími til að draga fram grillið og dusta af því rykið þá er það í dag. Hér gefur að líta frábæran upphafsrétt á grillsumrinu ógurlega og það er gómsætur kjúklingur sem leikur við bragðlaukana. Það er suðurríkjabragur á henni þannig að einhverrar kunnáttu er krafist en þar sem það er erfitt að klúðra kjúkling þá skorum við á ykkur.

Sjóðheitur grillaður suðurríkjakjúklingur

Fyrir kjúklinginn:

 • 4 eggjarauður
 • 60 ml eplaedik
 • 60 ml vatn
 • 2 msk kjúklingakrydd
 • 2 msk sjávarsalt
 • 240 ml matarolía
 • 6 kjúklingalæri
 • 360 ml Hvít Alabama BBQ sósa (uppskrift að neðan)

Aðferð:

 1. Í matvinnsluvél/blandara skal blanda saman eggjarauðum, eplaediki, vatni, kjúklingakryddi og salti og blanda uns eggjarauðan er orðin loftmikil og tignarlega – eða í 30 sek. Hafið matvinnsluvélina í gangi og hellið olíunni hægt saman við. Við það á blandan að þykkna og minna á majónes. Þegar þú ert farin að heyra svona slurp hljóð skaltu stoppa. Setjið marineringuna í stóran poka sem hægt er að loka. Bætið kjúklingalærunum saman við og nuddið vel og vandlega uns kjúklingurinn er hamingjusamlega löðrandi í sósu. Geymið sem lengst í sósunni en klukkutími dugar.
 2. Hellið 180 ml af Hvítu Alabama BBQ sósunni í skál til að pensla kjúklinginn með. Hitið grillið á miðlungs-háan hita. Takið kjúklinginn úr marineringunni og þerrið hann þar til hann er þurr. Grillið kjúklinginn með tilþrifum og setjið álpappír yfir hann. Þannig ætti hann að grillast í 10 mínútur eða svo. Snúið honum þá við og setjð á mitt grillið eða þar sem það er heitast. Setjið aftur álpappír yfir. Þetta ætti að taka 10 mínútur eða svo. Síðan skal pensla kjúklinginn vandlega með Alabama sósunni, snúið honum svo aftur við og penslið á þeirri hlið. Samtals ætti þetta að taka um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
 3. Losið ykkur við afganginn af Alabama sósunni sem þið pensluðuð með. Takið kjúklinginn af grillinu og berið fram með afganginum af Alabama sósunni sem var ekki notuð í pensluninni.

Hvít Alambama BBQ sósa

 • 2 eggjarauður
 • 60 ml sítrónusafi
 • 3 msk eplaedik
 • 2 tsk sjávarsalt
 • ½ tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk cayenne pipar
 • 2 tsk svartur pipar
 • 240 ml matarolía

Blandið öllum hráefnunum nema olíunni saman í matreiðsluvél/blandara þar til eggjarauðurnar eru orðnar ægilega loftmiklar og fínar eða í 30 sek eða svo. Dragið þá úr hraðanum og hellið olíunni rólega saman við þar til sósan minnir helst á majónes.

Uppskrift: Food52

mbl.is