Uppskift af rifjum sem ærir óstöðuga

Sjúklega girnileg rif sem eru verðugt helgarverkefni fyrir matgæðinga.
Sjúklega girnileg rif sem eru verðugt helgarverkefni fyrir matgæðinga. mbl.is/Food52

Það er nú einmitt markmið okkar og þessi uppskrift er ekkert sérlega hefðbundin ef út í það er farið. Hér leikur kaffi stór hlutverk í bland við magnaða kryddblöndu og svo auðvitað úrvals hráefni. Við gefum ykkur frjálsar hendur með af hvaða dýrategund rifin eru en hér á landi er alla jafna auðveldast að verða sér út um svinarif.

Þessi uppskrift er verðugt laugardagsverkefni og því ekki seinna vænna en að skella sér út í búð byrja að undirbúa.

Uppskift af rifjum sem ærir óstöðuga

 • 80 gr vel ristaðar kaffibaunir
 • 60 ml svört piparkorn
 • 4 msk sjávarsalt + auka
 • 4 msk reykt sjávarsalt
 • 2 msk reykt paprikukrydd
 • Ólífuolía
 • 2-2,5 kg rif
 • Dijon sinnep (valfrjálst)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 260 gráður.
 2. Malið kaffibaunirnar mjög gróft og leggið til hliðar. Malið einnig piparkornin og sjávarsaltið – ekki of mikið þó. Blandið kaffinu saman við saltið og piparinn og bætið reyktu paprikunni saman við.
 3. Leggið rifin á smjörpappír og penslið með ólífuolíu. Stráið síðan kryddblöndunni yfir. Nuddið með höndunum. Kjötið á að hafa þykkt lag af kryddhjúpi á sér.
 4. Grillið í ofninum í tíu mínútur og takið svo út. Lækkið hitann í 150 gráður.
 5. Setjið rifin á tvöfalt lag af álpappír. Vefjið rifin inn í álpappírinn og passið upp á að hvergi sé rifa. Setjið alla pakkana inn í ofninn á ofngrind og skerið nokkur lítil göt neðst á hvern pakka til þess að vökvinn geti lekið út. Setjið ofnskúffu undir til að grípa vökvann. Eldið í fjórar klukkustundir.
 6. Eftir fjórar klukkustundir skal lækka hitann niður í 100 gráður og elda þannig næstu 7 tímana. Á þessu tímabili má vel athuga ástand kjötsins einu sinni eða tvisvar. Ef kjötið fellur ekki af beinunum eftir 7 tíma skal hækka hitann í 150 gráður og elda kjötið í 1-2 tíma til viðbótar.
 7. Þegar rifin eru tilbúin skal sáldra sjávarsalti yfir þau og borða með ögn af úrvals Dijon sinnepi.  

Uppskrift: Food52

mbl.is