Af hverju litur ársins virkar ekki í eldhús - eða hvað?

Fallegur litur sem virkar vel á Milka súkkulaði en sést …
Fallegur litur sem virkar vel á Milka súkkulaði en sést almennt ekki í matarhönnun. mbl.is

Pantone kynnir árlega til leik lit ársins og að þessu sinni er það Ultra Violet liturinn sem varð fyrir valinu og er afskaplega áberandi í allri hönnun.

En hvernig ætli þessi dimmfjólublái litur sé að virka í eldhúsum? 

Það vill nefnilega þannig að við skynjum liti og þeir vekja hjá okkur ákveðin viðbrögð. Grænn er almennt talinn róandi á meðan rauður vekur upp losta og matarlist. Því er rauður kannski ekki svo heppilegur í eldhús.

En fjólublái liturinn er margslunginn en alla jafna talinn afar ólystaukandi. Því sést sá litur sjaldan á diskum eða í matarhönnun almennt. Auðvitað eru undantekningar en almennt séð verður seint sagt að hann njóti mikillar hilli meðal matgæðinga. 

Hér eru nokkur dæmi um notkun hans. Aukahlutirnir koma þó vel út og geta leyst vanda þeirra sem elska fjólubláan lit en hvort það sé góð ákvörðun að mála allt eldhúsið í litnum eða jafnvel panta eldhúsinnréttingu sem er fjólublá skal ósagt látið...

Þessi eldavél er hverrar krónu virði (og kostar örugglega skildinginn).
Þessi eldavél er hverrar krónu virði (og kostar örugglega skildinginn). mbl.is
Þessi hrærivél er reyndar geggjuð.
Þessi hrærivél er reyndar geggjuð. mbl.is
Le Creuset klikkar ekki á vinsælustu litunum.
Le Creuset klikkar ekki á vinsælustu litunum. mbl.is
Eldhúsáhöld í fjólubláu eru falleg og skreyta eldhúsið.
Eldhúsáhöld í fjólubláu eru falleg og skreyta eldhúsið. mbl.is/
Hér gefur að líta fjólublátt eldhús. Sitt sýnist hverjum...
Hér gefur að líta fjólublátt eldhús. Sitt sýnist hverjum... mbl.is/Pinteres
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert