Granóla úr þykjustuþætti Jennifer Garner

Jennifer Garner er hér einstaklega einbeitt á svipinn við að …
Jennifer Garner er hér einstaklega einbeitt á svipinn við að útskýra hvernig hún þjappar granólað almennilega í formið og hversu mikilvæg góð þjöppun er. mbl.is/skjáskot af þykjustu matreiðsluþætti Jennifer Garner.

Hin frábæra Jennifer Garner heldur ótrauð áfram með heimatilbúnu matreiðsluþættina sína og hér kennir hún áhorfendum hvernig á að gera granóla að hætti hússins. 

Ekki er annað hægt en að skemmta sér konunglega yfir þættinum sem er í alla staði frekar frábær eins og stjórnandinn sjálfur er. 

Hér gefur að líta uppskriftina og svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt að horfa á þáttinn - þó ekki nema bara til að dást að eldhúsinu hennar og atvinnumanna-hrærivélinni. 

Granóla Jennifer Garner

  • 2 bollar hafrar
  • 1 bolli kókosflögur - ætla ég að giska á. (e. coconut)
  • 1/2 bolli sólblómafræ
  • 1/4 bolli hörfræ
  • 2 msk smjör
  • 1/2 bolli hunang
  • 1/4 bolli púðursykur
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150 gráður.
  2. Blandið þurrefnunum saman.
  3. Í pott skal blanda saman smjöri, hunangi, púðursykri, salti og vanillu. Bræðið saman og blandið vel. 
  4. Blandið öllum hráefnunum saman.
  5. Setjið smjörpappír í ferkantað form og pakkið blöndunni vel ofan í. 
  6. Bakið í ofninum í 10 mínútur.
  7. Takið úr ofninum. Þjappið betur og setjið aftur í ofninn í 10 mínútur. 
  8. Nammi namm - látið kólna. 
  9. Ef þú elskar súkkulaði skaltu bræða smá súkkulaði saman við matskeið af kókosolíu og sulla létt yfir granolað. 
  10. Skerið í bita og njótið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert