Mættu með 140 króna lasagna frá Iceland

Lasagna frá Iceland sem kostar 140 krónur í heimalandinu.
Lasagna frá Iceland sem kostar 140 krónur í heimalandinu. mbl.is/

Það þótti kómísk sjón sem blasti við eigendum húsnæðis sem leigt er ferðamönnum þegar eigendur mættu til að þrífa íbúðina.

Ísskápur heimilisins reyndist innihalda töluvert magn af matvælum sem gestirnir höfðu greinilega tekið með sér til landsins. Um var að ræða allt frá kexi, morgunkorni og upp í tilbúnar máltíðir. 

Sérstaka athygli vakti þó þetta dýrindis lasagna sem framleitt er af verslunarkeðjunni Iceland og það sem meira er - kostaði einungis 140 krónur í heimalandinu. 

Hvort þetta er algengt skal ósagt látið en þeir húsnæðiseigendur sem Matarvefurinn ræddi við voru sammála um að töluvert væri um að gestir hefðu matvæli meðferðis og sérstaklega áfengi.

Eins var talað um að greinilegt væri að ferðamenn væri illa upplýstir um gæði íslenska vatnsins því vatnsflöskur væru algeng sjón og oft í miklu magni og því ljóst að allt neysluvatn væri keypt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert