9 fæðutegundir sem þú ættir ekki að geyma í kæli

Tómatar eru bestir séu þeir geymdir við stofuhita.
Tómatar eru bestir séu þeir geymdir við stofuhita. mbl.is/Íslenskt grænmeti

Kæliskápar eru oftar en ekki útbúnir sérstökum kæliskúffum sem ætlaðar eru undir grænmeti og ávexti. Þó eru nokkrar tegundir sem eru bestar við stofuhita eða við aðrar aðstæður en eru til staðar í kæliskápum.

Tómatar: Hinn magnaði tómatur er best geymdur upp á eldhúsbekk. Sé hann geymdur í kæli verður hann mjölkenndur.

Laukur: Rakinn í ísskápnum veldur því að óskornir laukar fara að mygla.

Epli: Hið gómsæta epli skyldi ætíð geyma upp á eldhúsbekk og alls ekki inn í kæli.

Avókadó: Bragðið er best sé avókadóið við stofuhita.

Ber: Smakkast lang best við stofuhita en ef þú þarft að geyma þau eru þau betur komin í kæli. En takið þau út úr kæli klukkustund áður en þau skal borða.

Ávextir með stórum steini: Ferskjur, apríkósur, nektarínur og plómur ná bestum þroska og gæðum við stofuhita.

Hvítlaukur: Til að fá sem best og mest bragð af hvítlauk skyldi ávallt geyma hann á dimmum og köldum stað þar sem loftar vel um hann.

Kartöflur: Kuldinn brýtur niður sterkjuna í kartöflum. Ætíð skyldi geyma kartöflur á dimmum og köldum stað.

Melónur: Til að fá besta bragðið skyldi ávallt geyma melónur við stofuhita. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert