Matseðill vikunnar mættur

Góður fiskur stendur ávallt fyrir sínu.
Góður fiskur stendur ávallt fyrir sínu. mbl.is/The Kitchn

Vikumatseðillinn er útpældur eins og venjulega en aðaltíminn í undirbúningi hans fer í að liggja yfir veðurspám. 

Því miður blæs ekki byrlega fyrir landsmönnum þó að íbúar á suðvestur horninu og á suðurlandi geti glast í dag. Annars er bara suddi og almenn leiðindi framundan og ber matseðillinn þess glögglega merki.

Mánudagur: Notum tækifærið (að minnsta kosti sunnanlands) meðan veðrið er gott og grillum góðan fisk. 

Þriðjudagur: Það er farið að halla undan fæti svona veðurfarslega séð þannig að við skulum halda okkur við fiskinn en hella smá rjóma út á hann. 

Miðvikudagur: Það ætlaði allt um koll að keyra þegar við birtum þessa uppskrift og ljóst að landinn er sólginn í sveppapasta enda dásamlega bragðgott. 

Fimmtudagur: Hér erum við að tala um taco lasagna sem ærir óstöðuga. Það er eitthvað svo merkilega einfalt og bragðgóð við þetta fullkomna hjónaband Ítalíu og Mexíkó.

Föstudagur: Það er pístsukvöld og ekkert sem fær því breytt. 

Laugardagur: Það segir reyndar í uppskriftinni að það eigi að hægelda svínakjöt í 100 ár en við mælum með því að þið farið út í búð, kaupið kjötið eldað, kryddið það sjálf og takið þetta svo alla leið. Hreinræktaður lúxús subbumatur sem friðar sálina. 

Sunnudagur: Til samræmis við inniveðrið ætlum við að hægelda lambaskanka í allan dag og finna hvernig lyktin gerir allt betra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert