Vinsælustu léttvínin hér á landi

Léttvín eru vinsæl hér á landi þrátt fyrir að bjórinn beri höfuð og herðar yfir aðrar tegundir í sölu. Okkur lék forvitni á að vita hvaða lönd væru vinsælust hér á landi en athygli vekur að Ítalía trónir á toppnum með tæpa 16 þúsund lítra selda á mánuði á meðan Þjóðverjar eru í öðru sæti með tæpa 10 þúsund lítra. Það er því ljóst að Ítalir eru með mikið forskot á samkeppnislönd sín en til gamans má geta þess að á sama tímabili seldust 737 þúsund lítrar af íslenskum bjór.

Ítalía: 15.734 lítrar

Þýskaland: 9.674 l. 

Spánn: 9.116 l. 

Chile: 8.320 l. 

Bandaríkin: 4.158 l. 

Frakkland: 3.919 l. 

Suður-Afríka: 2.794 l. 

Argentína: 2.454 l. 

Ástralía: 1.790 l. 

Portúgal: 416 l. 

Heimild: Vínbúðin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert